Vatnsdropi á móti bensíndropa

Við eigum gríðarlegar orkulindir á Íslandi og það átta sig allt of fáir á því hvað er að gerast í heiminum og hvert við stefnum næstu árin!

Auðvitað eru hlutirnir að gerast og á endanum vilja allir vera vinir okkar. Vera memm!

Nú í fréttum í kvöld var sagt frá hækkunum á olíu og bensíni það er að nálgast 150 kr pr, líter sem er algjör klikkun og ég vil enn og aftur benda á þann fáránlegan mun á verði bensín og dísel hér á landi miðað við evrópu sjá töflu   Enn það er svo stutt í aðrar lausnir í orkulausnum fyrir ökutæki!

Já rafmagn! innlend hrein endurnýtanleg orka sem getur knúið allan bíla flota landsins. Rafknúnir bílar eru það sem koma skal sjá frétt  bílar með nýrri tækni lithium-ion battery eru á næsta leiti. við hlöðum bílin okkar í hlaðinu heima með Íslenskum vatnsdropa sem breytist í rafmagn í bílnum okkar! Reyndar eru menn ennþá að tala um hybrid bíla sem eru sambyggð raf/bensín vél en þetta er bara aðlögun og millilending til að minnka skellin og venja fólk við nýrri tækni,,, hvað er að ykkur?   Munið þið eftir sambyggðu VHS og DVD spilurunum fyrir aðeins nokrum árum?  Eða hreinlega VHS tækjunum sem eru bensín hreyflar (hlunkar) síns tíma. 

Það er ótrúlegur auður fyrir okkur að verða sjálfbær og umhverfisvæn í orkuþörf ökutækja eftir kanski 10 til 15 ár!  Enn ég spyr! Hver er orkuþörfin fyrir allan samgöngu flota Íslands eftir 10-15 ár ef þá er notast við sirka 75% eingöngu raforku ?  Hvað eru það mörg gigawött?  Höfum við ráð á því að nýta okkar síðustu virkjana kosti í t,d olíuhreinsistöð eða aðra gamaldags stóriðju?

lighting-and-tornado-storm

Það er svo margt að gera við okkar raforku í framtíðinni eins og vinur minn Össur Skarphéðinsson telur hér í fréttinni t,d hátækniiðnað, netþjónabú og jafnvel framleiðsla á útflutnings raforku og auðvitað eigin orkunotkun í samgöngur og fl.

 

Ég er Dolli! hreinn vatnsdropi úr íslensku vatni og ég er endurnýtanlegur aftur og aftur um alla eilífð í drykkjarvatn, orkuframleiðslu,til lífs og orku náttúru mannsins!!!  þess vegna er ég miklu meira virði en bensín dropi! og hugsið ykkur alla þá milljarða af mér sem renna til sjávar á Íslandi á hverri sek,,,!!!

 

Við erum ríkasta þjóð í heimi.  :)

 

Kveðja

Dolli dropi

 


mbl.is Iðnaðarráðherra: Hlutirnir eru byrjaðir að gerast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Dolli dásvali!

Gott íslenskt orð yfir vél bæði með bensíni og rafmagni er tvígengisvél, Ómar kom með það minnir mig!

VHS og DVD/VHS eru nú enn í fullu gildi einfaldlega vegna þess að fólk á enn allar spólurnar og ótiltekin tíma aþarf í raun og veru til að gera þessi tæki úrelt.Gamli plötuspilarinn er meira að segja að ganga í vissa endurnýjun lífdaga, Sony að setja á markað spilara sem hægt er að beintengja við tölvuna til að spila inn í hana og svo spila þar eða brenna. Að vísu engin bylting, en samt!

En vatnið okkar verður dýrmætara með hverjum degi, mikið rétt, "Bláa gullið" verður kannski það sem styrjaldir framtíðarinnar snúast fyrst og síðast um!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dolla dropp-inn Blog

Höfundur

Adolf Dreitill Dropason
Adolf Dreitill Dropason

Dropinn sem fyllir mælirinn.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Hvar er Árni ?
  • Pólitiskt andlát
  • Hvar er Árni ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 525

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband